Jólamarkaðurinn í Barra 2016

Þann 17. desember 2016 verður "Jólamarkaðurinn í Barra" haldinn. Þeir sem standa að markaðinum eru sömu aðilar og standa fyrir "Skógardeginum mikla" þ.e. Gróðrarstöðin Barri ehf, Félag Skógarbænda á Austurlandi, Skógræktin. Þetta er ellefta árið sem markaðurinn er haldinn. Líkt og áður þá eru það yfir 60 aðilar sem eru að selja og/eða kynna vöru og þjónustu. Að auki eru það svo skógarbændur og skógræktin sem selja ilmandi íslensk jólatré ræktuð í skógum þeirra.

 

Jolakotturinn 2016

Gróðrarstöðin Barri ehf - Valgerðarstöðum 4 - 700 Egilsstaðir - GSM: 899 4371 - Netfang: barri(hjá)barri.is