Jólamarkaðurinn 2015

Þann 12. desember 2015 verður "Jólamarkaðurinn í Barra" haldinn. Þeir sem standa að markaðinum eru sömu aðilar og standa fyrir "Skógardeginum mikla" þ.e. Gróðrarstöðin Barri ehf, Félag Skógarbænda á Austurlandi, Skógrækt ríkisins á Hallormsstað og Héraðs- og Austurlandsskógar. Þetta er tíunda árið sem markaðurinn er haldinn. Það er stefnt á að það sjáist í umgjörð og stemmingu á þessum degi. Við munum reyna að skapa öllum söluaðstöðu (kostar kr 7.500) sem búnir eru að staðfesta þátttöku á netfangið Þetta netfang er varið fyrir ruslpósti. Þú þarft að virkja Javascript til að sjá það.  eða í síma 865-0474 fyrir 4. desember n.k. Í fyrra voru þátttakendur 66 og því óskum við eftir að fólk staðfesti þátttöku tímanlega til að mögulegt verði skipuleggja stærð rýmisins og umfangið í Gróðurhúsinu.

Gróðrarstöðin Barri ehf - Valgerðarstöðum 4 - 700 Egilsstaðir - GSM: 899 4371 - Netfang: barri(hjá)barri.is