Stofnrækt - vefjarækt

vr01vr05Þegar fjölga þarf erfðafræðilega verðmætum plöntum er best að gera það með vefjarækt.  Móðurplantan er vottuð, heilbrigð gæðaplanta. Það er hægt að framleiða mikinn fjölda einstaklinga á stuttum tíma.  Þeir hafa allir sama erfðaefnið þar sem þetta er kynlaus fjölgun. 

Fjölgunin fer fram í örverufríu umhverfi, vexti og þroska plantnanna er stýrt með hormónum og því hægt að framleiða plönturnar allan ársins hring. Öll áhöld eru sótthreinsuð og eingöngu notuð lokuð ræktunarílát.

Yfirumsjón með vefjaræktinni hefur Johanna Henriksson.

Hér á eftir fer stutt lýsing á ferlinu.

 

vr02vr03 Fyrst er vaxtabrum plöntu tekið, sótthreinsað og sett á æti.  Misjafnt er eftir tegundum hvernig plantan er skorin niður. 

Æti er hlaupkennt efni sem inniheldur vökva, næringarefni og hormón handa plöntunni.  Mismunandi uppskriftir þarf fyrir hverja tegund. 

Þegar plönturnar hafa náð ákveðinni stærð, er þeim annaðhvort skipt upp í fleiri plöntur, ca. 20-40 úr hverri, eða settar í rætingu. 

 

vr09vr10Þá eru þær settar á æti sem inniheldur rótarhormón.  U.þ.b. 2 vikur tekur að ræta plöntuna.

 

Eftir að plantan hefur náð að mynda nægilega góða rót, er henni plantað í mold.  Í fyrstu eru þær mjög viðkvæmar, hvorki með vaxhúð eða hár á blöðum.  Þær þurfa stöðugan hita og raka og öfluga sveppavörn. 

Á nokkrum vikum ná þær þroska og verða sambærilegar við aðrar plöntur eftir það.

 vr14vr15

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gróðrarstöðin Barri ehf - Valgerðarstöðum 4 - 700 Egilsstaðir - GSM: 899 4371 - Netfang: barri(hjá)barri.is